Copy
Fréttabréf marc 2019
 View this e-mail in your browser

 
 

Nýjustu fréttir frá Tick Cad...


Einn mikilvægasti þáttur 2019.2 uppfærslunnar er aukin áhersla á skýjavinnslu

Skýjamódel (Cloud Models)

Er nýr eiginleiki í Revit sem samræmir sjálfkrafa BIM 360 og vistaðar skrár á skrifborði (desktop) þannig að ekki þarf lengur að hlaða skrám upp handvirkt til að deila þeim. 2019.2 gerir notendum líka kleift að vista líkön Revit í skýinu án þess að það þurfi að deila þeim með samstarfsmönnum en það er gagnlegur eiginleiki fyrir einstaklingsbundna notkun þegar vista á líkön í BIM 360.

Autodesk hefur einnig gefið út forskoðun (preview) á uppfærslu skýjamódela sem gerir verkefnisstjórum BIM 360 mögulegt að uppfæra sjálfvirkt skrár vistaðar í skýi í nýjustu útgáfu af Revit. Uppfærslan  þýðir að stjórnendur geta breytt skráarformum með einum músarsmelli í stað þess að þurfa að fara inn í skrárnar og breyta þeim handvirkt. Núverandi forskoðun breytir verkefnum úr Revit 2018.3 formi í Revit 2019.  

Stutt kynning á skýjamódellum


Önnur uppfærsla varðar samstarf á byggingastað
(Site Collaboration)


Civil 3D landslag í yfirborðsverkferlum Revit sem fyrirtækið kynnti með Revit 2019. Verkfærið leyfir notendum að tengja landslagsupplýsingar úr Civil 3D við Revit 2019.1. Það hefur nú verið uppfært þannig að notendur geta sett byggingabletti og undirsvæði á flókin yfirborð. 

Í uppfærslunni er einnig að finna betri sjálfvirkni fyrir ferlið hönnun-til-framleiðslu á steinsteypu. Aukin CAM Export útflutningur gerir notendum kleift að tengja staðsteypt/forsteypt steinsteypuverkefni við sjálfvirk framleiðsluferli og sérsniðin efnisplata (Custom Fabric Sheet - CFS) gerir notendum mögulegt að breyta steypustyrkingum sjálfvirkt í sérsniðnar efnisplötur til að hjálpa til við sjálfvirka hönnun-til-framleiðslu ferlið. Það eru líka komnir fleiri hópar af holum steyptum einingum með 13 tegundum forsteyptra holkjarnaeininga. 

Mynd frá Autodesk: Revit 2019.2 býður nýja hópa af steyptum holkjarnaeiningum.

Við gerum þér auðveldara að finna réttu lausnina...


Tick Cad
Skúlagata 10 - 101 Reykjavík - +354 552 3990 - www.tickcad.is
Copyright © 2019 Tick Cad ehf, All rights reserved.


Want to change how you receive these emails?
You can update your preferences or unsubscribe from this list.