Copy

Desemberfréttir Bláfánans

Skoðaðu póstinn í netvafranum þínum
Umhverfisvernd í jólagjöf

Nú er hægt að gefa aðild að Landvernd í jólagjöf. Gjafabréfið má nálgast á skrifstofu Landverndar að Þórunnartúni 6 eða í síma 552-5242.
Nýtt efni á heimasíðu Bláfánans: Á heimasíðu Bláfánans má m.a. finna ýmsar góðar hugmyndir að umhverfisfræðsluverkefnum, hægt að skoða ný myndbönd af því hvernig bláfánaeftirliti er háttað o.fl. Einnig viljum við minna á að umsóknarfrestur til að sækja um Bláfánann fyrir næsta ár er 6. febrúar 2014.
Bláfánaveifa: Átak í fjölgun handhafa Bláfánans á Íslandi er verkefni sem við erum sífellt að vinna að. Við höfum hafist handa við að þróa ný umhverfisviðmið fyrir Bláfánaveifu hvalaskoðunarskipa og vonumst til að klára þá vinnu á næsta ári.
Náttúrulegar strendur: Nágrannaþjóðir okkar á Bretlandseyjum, þ.m.t. Írland, Skotland og Wales, hafa þróað umhverfisviðurkenningu fyrir náttúrulegar og lítt snortnar strendur samhliða bláfánaverkefninu og nefnist það Green Coast Award. Í því verkefni eru veittar viðurkenningar fyrir náttúrulegar strendur þar sem áhersla er lögð á vatnsgæði, hreinleika og upplýsingagjöf. Við höfum verið að skoða fýsileika þess að þróa slíkt verkefni hér á landi og teljum það eiga vel heima á Íslandi þar sem við státum af fallegum strandlengjum hringinn í kringum landið.
Eitt vinsælasta útivistarsvæðið á Djúpavogi er í daglegu tali nefnt sandarnir en það er svæðið í kringum vötnin, Fýluvog og Breiðavog, við flugvöllinn út á Búlandsnesi. Á þessu svæði er fuglalíf mjög fjölbreytt og svæðið eitt það besta til fuglaskoðunar á Djúpavogi. Við enda flugbrautarinnar er falleg strandlengja þar sem vinsælt er að ganga meðfram sjónum.
Við hjá Bláfánanum á Íslandi óskum ykkur gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Þökkum fyrir samstarfið á liðnu ári.
Facebook
Twitter
Heimasíða
Copyright © 2013 Landvernd, All rights reserved.