Copy

Fréttabréf RB september 2015

View this email in your browser

Í fréttabréfi RB í september mánuði gætir ýmissa grasa og má þar meðal annars finna upplýsingar um spennandi morgunverðarfund, frétt um nýjan ytri vef, nýtt RB blogg, frétt um RB Classic, fjölskyldudag RB og hina hliðina á starfsfólki RB.
 


Spennandi morgunverðarfundur í nóvember

Sameining öryggisstjórnkerfa: Reynslusaga frá samruna RB og Teris

Í byrjun árs 2012 keypti RB stærstan hluta eigna upplýsingatæknifyrirtækisins Teris og voru fyrirtækin í kjölfarið sameinuð.

Við samruna þarf að taka á mörgum áskorunum s.s. samþættingu fyrirtækjamenningar, lausnaframboðs, gæðakerfis o.fl.

Haraldur Þorbjörnsson Öryggisstjóri RB og Sigurður Örn Gunnarsson Þjónustustjóri RB munu fjalla um reynsluna af sameiningu gæðakerfa RB og Teris, en bæði fyrirtækin voru fyrir samrunann með ISO/IEC 27001 vottun.

Umfjöllunarefni fundarins:
•    Áskoranirnar
•    Ferlið
•    Lærdómurinn

Fundurinn fer fram í höfuðstöðvum RB 19. nóvember næst komandi.

Taktu daginn frá - Nánar auglýst síðar!
 

 

Nýr ytri vefur


Í dag fór nýr ytri vefur RB í loftið.  Vefurinn er unninn í samstarfi við Skapalón og er hugmyndin á bak við hann sótt í nýtt markaðsefni RB.  Myndefni og skilaboð tengjast alls kyns útivist, aðstæðum þar sem allt þarf að vera 100% til að ganga upp.  Þetta er íslensk tenging, þar sem gildin okkar fagmennska, öryggi og ástríða þurfa að spila saman.  Nýtt kynningarefni var unnið í samstarfi við auglýsingastofuna Árnasyni.

Skoða vefinn.

Hvernig finnst þér nýi vefurinn okkar?

Við yrðum mjög þakklát ef þú gæfir þér smá stund (< 1 mín) til að svara eftirfarandi könnun um það hvernig þér finnst nýja vefsíðan, hvað er flott og hvað má bæta.

Þitt álit skiptir okkur miklu máli!

Svara könnun.
 


Nýtt RB blogg - ÞRÓUN Á NÝJU KERFI ER LANGHLAUP


Guðmundur Kristinsson tölvunarfræðingur í Hugbúnaðarþróun hjá RB fjallar á skemmtilegan hátt um að þróun á nýju kerfi er langhlaup enda er langhlaup hans helsta áhugamál.

"Undanfarna mánuði hef ég ásamt vinnufélögum mínum og samstarfsaðilum unnið að því að þróa stórt tölvukerfi, sem taka á við mörgum af mikilvægustu verkefnum fjármálakerfisins á Íslandi. Stundum gengur allt eins og í sögu, allir eru glaðir í bragði og vissir um góðan árangur. Stundum er svo eins og allt gangi á afturfótunum.  „Hinir“ eru allir að gera eitthvað vitlaust og trúin á að við munum ljúka verkefninu á réttum tíma brestur."

Skoða allt bloggið.
 


Metþátttaka á RB Classic mótinu


RB (Reiknistofa bankanna) hélt í samstarfi við hjólreiðafélagið Tind; Ion Luxury Hótel og Kríu hjólaverslun götuhjólakeppni umhverfis Þingvallavatn síðasta sunnudag, 30. ágúst 2015. Ræst var við ION hótel og hjólað réttsælis umhverfis Þingvallavatn. Hægt var að velja á milli tveggja vegalengda, 127 km (2 hringir - A flokkur) og 65 km (1 hringur - B flokkur). Stærstur hluti leiðarinnar var hjólaður á malbiki en 10 km á möl.

Metþátttaka var í mótinu en alls voru 273 keppendur skráðir til leiks sem er helmingi meiri þátttaka en árið 2014. Vegleg peningaverðlaun voru í boði eða samtals 210.000 kr. sem og Specialized götuhjól að verðmæti 310.000 kr. auk annarra vinninga frá Ion Luxury Hótel og Gló.

Skoða nánar.
 


Fjölskyldudagur RB


Sunnudaginn 30. ágúst fór fram Fjölskyldudagur  RB í Guðmundarlundi í Kópavogi. Þar kom saman starfsfólk ásamt fjölskyldum sínum og átti glaðan dag. Boðið var upp á grillaðar pylsur og sykurpúða. auk þess sem hinn stór skemmtilegi leikhópur Lotta kom í heimsókn og sýndi Litlu gulu hænuna.

Skoða fleiri myndir.
 


Hin hliðin á starfsfólki RB


Núna stendur yfir sýningin "Hin hliðin" hér í RB. Um er að ræða nostalgíusýningu þar sem starfsfólk sendi inn fermingarmyndir af sjálfu sér.

Við bjóðum viðskiptavini velkomna í heimsókn til að kíkja á þessa skemmtilegu sýningu. Bjóðum kaffi og súkkulaði með því! 

Skoða fleiri myndir.
 

Vissir þú að hjá RB...?

  • Starfa um það bil 180 manns - 64% karlar og 36% konur
  • Er meðalaldur 46 ár
  • Er meðalstarfsaldur í fagi 15 ár
  • Vinnur hátt hlutfall tónlistarfólks
  
RB á Facebook
RB á Facebook
RB á LinkedIn
RB á LinkedIn
RB á YouTube
RB á YouTube
www.rb.is
www.rb.is
hjalp@rb.is
hjalp@rb.is
Copyright © 2014 Reiknistofa bankanna hf. All rights reserved.

Reiknistofa bankanna
Höfðatorg, Katrínartúni 2
105 Reykjavík
Iceland

Ábyrgðarmaður Guðmundur Tómas Axelsson, gudmundurt@rb.is

Skrá mig af póstlistanum - unsubscribe from this list
Uppfæra skráningu - update subscription preferences