Copy
View this email in your browser

Fréttabréf RB júní 2016


Þá er komið að stútfullum fréttapakka frá okkur í RB.

Njótið!
 

 

Staðan í Miðjuverkefninu


Uppfærsla innlána- og greiðslukerfa RB er stærsta verkefni sem RB hefur tekist á hendur um árabil.
 
Verkefnið sem innan RB er kallað Miðjan hófst í byrjun árs 2015 og verklok eru áætluð í lok árs 2016. Verkefnið hefur að mestu leyti gengið mjög vel þó mörg úrlausnarefni hafi komið upp eins og eðlilegt er í stóru verkefni. Þessa dagana er verið að vinna að þróun á ýmsum kerfum sem tengjast nýrri lausn ásamt því að prófanir eru í fullum gangi. Til að undirbúa gangsetningu sem best er verið að byggja upp svokallaða gangsetningarhandbók (Runbook) þar sem hvert skref gangsetningar er skipulagt. Einnig eru keyrðar fjölmargar prufuyfirfærslur (Trial migration) þannig að það ferli sé prófað í þaula áður en að stóru stundinni kemur.

Samstarf RB og samstarfsaðila í þessu verkefni, Íslandsbanka og Landsbanka hefur verið mjög gott og hefur styrkst mikið eftir því sem á hefur liðið verkefnið. 
 


RB er fyrirmyndarfyrirtæki í góðum stjórnarháttum


Þriðjudaginn 15. mars var RB veitt viðurkenning við hátíðlega athöfn í Háskóla Íslands fyrir að vera fyrirmyndarfyrirtæki í góðum stjórnarháttum.  Viðurkenningin er veitt af Rannsóknarmiðstöð um stjórnarhætti við Háskóla Íslands.  Samstarfsaðilar rannsóknarmiðstöðvarinnar eru Viðskiptaráð Íslands, Nasdaq og Samtök atvinnulífsins.

Skoða nánar
 


Vel heppnuð ráðstefna


Miðvikudaginn 4. maí síðast liðinn fór fram ráðstefna RB, "Sú kemur tíð". Ráðstefnan tókst frábærlega og mættu hátt í 400 manns í Hörpuna til að hlusta á erindi um Big Data, Digital Banking, Fintech, BPM, Internet of me, Hackathon, útvistun, stöðlun, skilvirkni o.fl.

Myndir frá ráðstefnunni

Glærur frá ráðstefnunni

Stemmingsmyndband

Myndbandsupptökur af fyrirlestrum

 


Þjónustustefna RB


Þjónustufyrirtæki endurskoða reglulega þjónustustefnur sínar og er RB nýbúið að uppfæra sína þjónustustefnu.

Við leggjum okkur ávallt 100% fram við að veita góða þjónustu. Við vitum að viðskiptavinir leggja áherslu á hraða og áreiðanlega þjónustu, þekkingu og faglegt viðmót starfsmanna. Þess vegna byggjum við okkar þjónustu á grunngildum RB:

FAGMENNSKA - ÖRYGGI - ÁSTRÍÐA


Nýsköpun í fjármálastarfsemi

 

Morgunverðarfundur

Fimmtudaginn 14. apríl síðast liðinn stóð RB fyrir “hugvekju” um það hvernig fjármálastarfsemi er að breytast með tilliti til nýsköpunar.

Undanfarin ár hafa nýir aðilar, svokölluð Fintech nýsköpunarfyrirtæki, verið að ryðja sér rúms á fjármálamarkaði sem hingað til hefur verið stjórnað af hefðbundnum fjármálafyrirtækjum svo sem bönkum og tryggingarfélögum. Fintech fyrirtæki einblína oft bara á hluta kökunnar og bjóða upp á sérhæfða starfsemi með gott og nútímalegt notendaviðmót, oftast í gegnum snjallsíma.

Í hugvekjunni var leitast við að svara spurningum um það hvernig þetta þróast á næstu árum? Munu t..d. Fintech fyrirtækin halda áfram að næla sér í bita af kökunni og hvernig munu fjármálafyrirtæki bregðast við?

Hugvekjan var í stjórn Aðalgeirs Þorgrímssonar forstöðumanns Vörustýringar hjá RB en hugvekjurnar sjálfar voru í höndum Stefáns Þórs Helgasonar hjá KPMG, Gunnars Helga Gunnsteinssonar hjá Memento og Arnars Jónssonar hjá Memento.

Myndbandsupptaka frá morgunverðarfundinum

Fintech partý Arion banka

Í Fintech partýi Arion banka, sem fram fór 3. og 4. júní 2016, bauð RB upp á aðgengi að aðgerðum (API) sem sérstaklega eru hugsaðar til að styðja við mobile þróun af ýmsu tagi og auðga hefðbundna greiðsluvirkni.
 


Stefna RB í samfélagsábyrgð


Í sinni einföldustu mynd felst samfélagsleg ábyrgð fyrirtækja og stofnana í því að þau axli ábyrgð á þeim áhrifum sem þau hafa á fólk og umhverfið. RB hefur ávallt lagt mikla áherslu á samfélagsábyrgð en þó aldrei mótað sér formlega stefnu í þessum málaflokki fyrr en nú. Auk þess tekur RB þátt í samstarfi sem snertir samfélagsábyrgð í gegnum Festu, miðstöð um samfélagsábyrgð.

Áherslur RB í samfélagsábyrgð eru lagðar út frá þeim þremur þáttum sem oft eru notaðar til að lýsa þremur helstu stoðum sjálfbærni en það eru fólk (People), umhverfið (Planet) og efnahagslegur ávinningur (Profit).

Megin starfsemi RB hefur samfélagsleg áhrif en fyrirtækið ber ábyrgð á grunnstoðum greiðslumiðlunar landsins og tryggir uppitíma og rekstur á fjölmörgum upplýsingatæknikerfum sem eru forsenda þess að fjármálastarfssemi landsins gangi vel fyrir sig. RB tekur þátt í fjölda samfélagsverkefna ár hvert.

Nánar um samfálagsábyrgð RB
 


RB tilnefnt til Íslensku þekkingarverðlaunanna 2016


Þrjú fyrirtæki voru tilnefnd til Íslensku þekkingarverðlaunanna en það voru RB, Kolibri og Íslandsbanki.

Félag viðskiptafræðinga og hagfræðinga stendur árlega fyrir vali á þekkingarfyrirtæki ársins og viðskipta-/hagfræðingi ársins á hverju ári. Að þessu sinni varð Íslandsbanki fyrir valinu og óskum við honum hjartanlega til hamingju.
 


Team RB í Wow Cyclothon 2016


Við kynnum með stolti TEAM RB sem mun taka þátt í Wow Cyclothon 2016.

Liðið er skipað dugnaðarforkum úr RB sem ætla ekki að láta sitt eftir liggja.

Wow Cyclothon fer fram 15. - 17. júní næst komandi. Í ár hjóla keppendur WOW Cyclothon til styrktar Hjólakrafti sem snýst aðallega um að búa til létt og skemmtilegt prógramm fyrir krakka og unglinga sem vilja tilheyra skemmtilegum hópi sem hefur aukna hreyfingu, uppbyggileg samskipti og heilbrigði að leiðarljósi.

Nánar um Team RB


RB bloggið


Okkar maður Tómas Helgi Jóhannsson (gangagrunnsstjóri) tók fyrr á árinu þátt í fyrirlestra-keppni á netinu sem bar yfirskriftina “DB2 Got Talent 2016” og lenti hann í þriðja sæti. Hér má finna blogg um þátttöku hans í keppninni.

Skoða RB bloggið
 


Alltaf gaman í vinnunni


Donut Day

Miðvikudaginn 25. maí buðum við upp á óskreytta kleinuhringi ásamt alls kyns skrautefni og fékk listaspíran í hverjum og einum að njóta sín í formi kleinuhringjaskreytinga - og svo mátti auðvitað hver og einn borða sinn kleinuhring.

Hrósdagur

Fimmtudaginn 26. maí í hádeginu, um leið og við renndum niður gómsætum kjúklingabitum skrifuðum við niður hrós til vinnufélaga og hengjdum upp á vegginn í mötuneytinu. Veggurinn var að lokum þakinn hrósi til vinnufélaga. Eitt sem er víst, að þeir eiga það svo sannarlega skilið!Bíóvika í mötuneytinu

Í mars var skemmtileg þemavika í mötuneytinu. Teknar voru fyrir fyrir frægar bíómyndir og maturinn sem boðið var upp á tengdur við þær á einn eða annan hátt. Um var að ræða myndirnar: Big night, Sideways, Stella í orlofi, Pulp fiction (að sjálfsögðu sveittur hamborgari og súkkulaði sheik) og Jiro dream of sushi.

Þetta var öðruvísi og skemmtileg vika enda alltaf gaman að brjóta aðeins upp daglegt brauð.Ísbíllinn - Grill - Lemon

Til viðbótar var ýmislegt annað um að vera og má þar nefna að ísbíllinn kom í heimsókn, Lemon djúsaði okkur upp með ljíffengum og hollum drykkjum auk þess sem við grilluðum úti í garðinum við Höfðatorg.

RB á Facebook
RB á Facebook
RB á YouTube
RB á YouTube
RB á LinkedIn
RB á LinkedIn
www.rb.is
www.rb.is
Copyright © 2016 RB. All rights reserved.

RB
www.rb.is

Skrá mig af póstlistanum - unsubscribe from this list
Uppfæra skráningu - update subscription preferences