Copy
View this email in your browser

Fréttabréf RB - Apríl 2015

Árg. 2, tbl. 2.

Nýtt RB blogg – Persónuleg samskipti


Ragnhildur Guðmundsdóttir viðskiptastjóri hjá RB bloggar á mjög skemmtilegan hátt um persónuleg samskipti og hvernig samskipti eru meira og minna að færast yfir í rafrænt form.

Erum við almennt orðin feimnari við að hringja í fólk og hitta það eða þykir það orðið of persónulegt að hringja beint í gsm síma hjá viðskiptavinum okkar og tengiliðum ?

Meira um þetta í RB blogginu hennar Ragnhildar.

 

Ný grunnkerfi RB einfalda vöruþróun og stuðla að sparnaði innan bankakerfisins


Í janúar samdi RB um endurnýjun helstu grunnkerfa sinna við hugbúnaðarfyrirtækið Sopra Banking Software. Um er að ræða umfangsmikið verkefni sem nær til innlána- og greiðslukerfa RB þar sem gömlum sérhönnuðum kerfum er skipt út fyrir staðlaðar alþjóðlegar hugbúnaðarlausnir. Markmið endurnýjunarinnar er að auka hagræði og draga úr kostnaði við rekstur upplýsingakerfa bankanna. Kerfin koma einnig til með að auðvelda vöruþróun og flýta fyrir innleiðingu nýrrar þjónustu bankanna. Landsbankinn og Íslandsbanki hafa samið við RB um notkun nýju kerfanna og þar með er framgangur verkefnisins tryggður.

Á myndinni má sjá Eric Pascal forstjóra Sopra (CEO) og Friðrik Þór Snorrason forstjóra RB undirrita samningana.

Skoða nánar.

RB semur við Data eXcellence um gagnaflutninga og mótun gagna (Data Migration)


Gagnaflutningur og mótun gagna (e. „Data Migration“) er iðulega mjög áhættusamur þáttur í uppfærsluverkefnum og því er mjög mikilvægt að vel sé staðið að þeim málum og dregið úr áhættu við þau eins og kostur er.

Eftir ítarlega skoðun og greiningu var ákveðið að semja við Data eXcellence um gagnaflutninga og mótun gagna (Data Migration) tengt útskiptingu grunnkerfa RB.  Data eXcellence er hollenskt fyrirtæki sem sérhæfðir á þessu sviði og hafa þeir unnið áður með Sopra Banking Software við góðan orðstír.


RB Classic fer fram 29. ágúst 2015


RB mun í samstarfi við hjólreiðafélagið Tind og ION hótel standa fyrir götuhjólakeppninni umhverfis Þingvallavatn laugardaginn 29. ágúst 2015.  Þetta er í annað sinn sem mótið er haldið og er það þegar orðið eitt stærsta hjólreiðamót landsins.  Óhætt er að segja að mótið í fyrra hafi tekist vel og góð stemming verið á meðal keppenda.  144 keppendur voru skráðir til leiks og ætlum við að gera enn betur í ár.

Ræst verður við ION hótel og hjólað réttsælis umhverfis Þingvallavatn. Leiðin liggur um ægifagra náttúru Þingvalla og nágrennis.

Keppt verður í tveimur vegalengdum:
  • 127 km (2 hringir)
  • 65 km (1 hringur)

Við hvetjum að sjálfsögðu alla til að skrá sig og taka þátt.  Hægt er að fylgjast með á Facebook síðu RB Classic.  Þar verða allar helstu upplýsingar um keppnina birtar s.s. hvenær verður hægt að byrja að skrá sig o.s.frv.


RB styrkir Hjólakraft


RB hefur ákveðið að leggja Hjólakrafti lið með peningaframlagi.  Hjólakraftur er verkefni sem var sett í gang árið 2012 og hefur verið í gangi síðan þá.

Verkefnið snýst um að búa til létt og skemmtilegt prógramm fyrir krakka og unglinga sem vilja tilheyra skemmtilegum hópi sem hefur aukna hreyfingu, uppbyggileg samskipti og heilbrigði að leiðarljósi.

Að baki Hjólakrafti liggur í raun ótrúlega einföld hugmyndafræði.  Hún er sú að fara út að hjóla og hreyfa sig, spyrja hvað þátttakendum langar til að geta gert og hvað viðkomandi er tilbúin/n til þess að leggja á sig til þess að láta það rætast.  Ekkert flóknara en það.  Áherslan er lögð á jákvætt andrúmsloft, gleði og hvatningu.  Mikilvægt er að foreldrar sýni góðan stuðning við bæði krakkana og hópinn.

RB vill með þessu styðja við bakið á því fábæra starfi sem fram fer í Hjólakrafti enda góð tenging við hið árlega götuhjólamót, RB Classic, sem RB heldur í samstarfi við Tind og ION hótel.  Tilgangurinn með því hjólamóti er að efla hjólaíþróttina enn frekar, en mikil vakning hefur orðið í þeim efnum á Íslandi undanfarin ár og meðbyrinn mikill.

Þetta er eitt af fjölmörgum verkefnum þar sem RB leggur góðu málefni lið og er hluti af samfélagslegri ábyrgð fyrirtækisins.

Á myndinni má sjá frá vinstri Braga Frey Gunnarsson hjólagúrú og tölvunarfræðing í Hugbúnaðarþróun RB, Þorvald Daníelsson annan upphafsmanna Hjólakrafts og Guðmund Tómas Axelsson markaðsstjóra RB.

Félagslífið í RB


Óhætt er að segja að félagslífið í RB sé öflugt en þar starfa alls konar skemmtilegir hópar og nefndir.

Agile dagur
Föstudaginn 27. Febrúar var haldinn Agile dagur í RB. Boðið var upp á innanhúss fyrirlestra, gestafyrirlesara, "Open space", teymaheimsóknir, örkynningar, leiki og margt fleira.  Dagurinn heppnaðist í alla staði frábærlega og má sjá myndir frá deginum hér.

Tónlistarhátíð á Kex Hostel
Tónlistarhátíð RB var haldin miðvikudaginn 4. mars á Kex Hostel. Um er að ræða fjölskylduvænan viðburð þar sem allir voru velkomnir, börn og barnabörn, foreldrar og foreldraforeldrar.  Stemmingin var frábær en um 25 starfsmenn spiluðu og sungu í samtals 6 atriðum.

Hér má sjá myndir frá hátíðinni.

Gönguhópur
Innan starfsmannafélags RB (SRB) starfar öflugur gönguhópur sem hefur brennandi áhuga á útivist. Hópurinn hittist reglulega og fer í bæði stuttar og langar göngur.  Í sumar fer hópurinn í fjögurra daga gönguferð í Dalina og gengur Klofningsfjall, Sælingsdal og Svínadal.

Laugardaginn 28. mars gekk hópurinn að Tröllafossi í Mosfellsdal og má sjá myndir úr ferðinni hér.


Páskabingó
Íþrótta og skemmtinefnd SRB stóð fyrir páskabingói miðvikudaginn 1. apríl þar sem boðið var upp á pizzu og gos. Hægt var að vinna fullt af flottum vinningum og voru páskaegg þar í aðalhlutverki. Fullur salur var af fólki og mættu starfsmenn, börn og afar og ömmur.

Vissir þú að...?

  • hjá RB starfa um 180 manns, þar af eru 45% á samgöngusamningi og stuðla þar með markvisst að því að bæta umhverfið
  • hjá RB er lögð mikil áhersla á að lágmarka matarsóun með skynsömum innkaupum og nýtingu hráefnis
  • árið 2014 fjölgaði starfsfólki RB einungis um 2 starfsmenn
  • að um það bil 50% starfsmanna hafa komið nýir inn frá árinu 2011
RB á Facebook
RB á Facebook
RB á LinkedIn
RB á LinkedIn
RB á YouTube
RB á YouTube
www.rb.is
www.rb.is
hjalp@rb.is
hjalp@rb.is
Copyright © 2014 Reiknistofa bankanna hf. All rights reserved.

Reiknistofa bankanna
Höfðatorg, Katrínartúni 2
105 Reykjavík
Iceland

Ábyrgðarmaður Guðmundur Tómas Axelsson, gudmundurt@rb.is

Skrá mig af póstlistanum - unsubscribe from this list
Uppfæra skráningu - update subscription preferences